top of page

Hver er ég?

Ég heiti Elísabet Heiður Jóhannesdóttir og er tveggja barna móðir, náttúruunnandi og mikill lífsstílspælari. Ég er með BS- og MS-próf í næringarfræði, ráðgjafaréttindi í næringarinnsæi (e. intuitive eating) og starfa við næringarráðgjöf og fræðslu með heildræna nálgun að leiðarljósi.

Þegar ég er ekki í vinnunni eða að lesa fræðibækur finnst mér mest gaman að vera úti í náttúrunni, ein eða með góðu fólki. Ég hef mikinn áhuga á mínimalískum lífsstíl, núvitund og hæglæti og mig dreymir um að eignast gróðurhús útí sveit. 

 

Ég fékk fyrst áhuga á næringarfræði þegar ég var í grunnskóla. Áhugi minn og áhersla breyttust með tímanum en ég ætlaði alltaf að flétta saman næringarfræði við umhverfisfræði. Lífið leiddi mig hinsvegar í gegnum tvær háskólagráður í næringarfræði við Háskóla Íslands og ekkert varð úr umhverfisfræðinni. Ég fann að áhugi minn í næringarfræðinni var fyrst og fremst í matarhegðun fólks og hvernig samband það á við mat og líkama sinn. Ég ákvað því að bæta við mig réttindum í næringarinnsæi og er einnig að auka þekkingu mína í átröskunarsjúkdómum. 

Mín nálgun

Ég starfa eftir þyngdarhlutlausri nálgun sem þýðir að ég veiti gæða þjónustu við hæfi, burt séð frá líkamsgerð viðskiptavina minna. Ég mismuna ekki fólki eftir þyngd og reyni ekki að breyta líkamsgerð þeirra, heldur að bæta heilsu þeirra. Ég mæli árangur út frá vellíðan, hreysti, bættu mataræði, bættum blóðgildum o.s.frv. Ég set fólk ekki á tískukúr eða í megrun, heldur hjálpa því að finna sína leið að heilbrigði með vellíðan að leiðarljósi. Ég trúi að heilsa sé persónuleg vegferð og lífsstíllinn í heild skiptir meira máli en einhver skyndilausn. 

Menntun

Mér ber skylda sem löggiltur næringarfræðingur að styðjast ávalt við nýjustu viðurkenndu, vísindalegu þekkingu í minni ráðgjöf.

Ég leitast við það að halda áfram að auka við menntun mína með námi, námskeiðum, ráðstefnum, þekkingarleit o.s.frv.

2023

ED for RDs

2022

Helm Publishing

2021

Embætti Landlæknis

2020

Háskóli Íslands

2015

Háskóli Íslands

Námskeið

Eating Disorder Education for Registered Dietitians 1 year online training.

Réttindi

Næringarinnsæisráðgjafi (e. Certified Intuitive Eating Counselor). 

Master

Næringarfræði (með áherslu á klíník).

Bachelor

Næringarfræði

bottom of page