Einstaklingsráðgjöf
Verð 16.000 kr / 45-60 min
Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sem hentar öllum þeim sem vilja auka heilbrigði, bæta líðan og búa við bætt lífsgæði. Skjólstæðingum er hjálpað að bæta samband sitt við mat og líkama, öðlast frelsi í kringum mat og njóta þess að borða með tilliti til sinna þarfa. Þeim er hjálpað að koma sér upp heilbrigðum venjum og næra sig á ánægjulegan hátt þannig að bæði líkamleg og andleg heilsa er heiðruð.
Ráðgjöfin byggist á þyngdarhlutlausum aðferðum sem viðurkenndar eru til þess að auka við heilbrigði til langstíma. Ráðgjöfin er ætluð sem lífsstílsbreyting en ekki skyndilausn. Allir líkamar eru viðurkenndir og velkomnir.
Ráðgjöfin er samþykkt af Embætti Landlæknis og er hún í formi fjarviðtals. Notast er við viðurkenndan fjarfundarbúnað frá Kara Connect.
Mörg stéttarfélög niðurgreiða þjónustuna. Afsláttur fyrir öryrkja, ellilífeyrisþega og námsmenn gegn framvísun skírteinis.
Í samstarfi við


