top of page

Velkomin vertu

Velkomin á stað þar sem næringarinnsæisráðgjafi blaðrar um allt það sem henni liggur á hjarta. Þessir pistlar verða frekar mikið ég að hugsa upphátt um það sem ég hef lært á minni skólagöngu og ekkert voðalega mikið um fræðilegan texta með vísun í heimildir (eitthvað þó).


Ég mæli samt innilega með því að þið lesið efni sem vísar í gæða heimildir! Getið byrjað hér: Studies - Intuitive Eating



Bloggið


Ég mun birta (ó)reglulega pistla um það sem mér dettur í hug hverju sinni hér inni. Endilega, ef þú ert með eitthvað ákveðið umfjöllunarefni í huga sem þú vilt að ég taki sendu þá á mig línu.



Hver er ég annars?


Ef þið hafið ramblað hingað inná án þess að vita hver ég er þá heiti ég Elísabet Heiður. Ég á tvö börn, fædd 2012 og 2016. Ég bý eins og er með þeim og manninum mínum í Árbænum. Við erum waldorffjölskylda (myndir ekki fatta það ef þú kæmir heim til mín) og elskum frelsið og ævintýrið sem fæst í því umhverfi.


Mér finnst gaman að læra og hef lokið tveimur háskólagráðum í næringarfræði (aaaaðeins fleiri einingar en aðrir heilbrigðisstarfsmenn fá!). Ég lærði næringarfræðina við Háskóla Íslands og starfa í dag við næringarráðgjöf og fræðslu.


Ég lauk nýverið réttindum í næringarinnsæi (e. Intuitive Eating) og get því kallað mig Certified Intuitive Eating Counselor (ég mun gera pistil um næringarinnsæi í framtíðinni). Ég er núna að bæta við mig frekari þekkingu í átröskunarsjúkdómum en því námskeiði mun ljúka snemma á næsta ári. Mér finnst svo spennandi að ég get haldið áfram að læra svo lengi sem ég lifi og bætt á mig blómum eins og sagt er.



Þjónustan mín

Ég hjálpa fólki að öðlast heilbrigt samband við mat og líkama og ég starfa því eftir þyngdarhlutlausri nálgun. Mín ráðgjöf er öruggur staður fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á megrunnarmenningunni (eru það ekki flestir?). Ég gæti þess að sýna öllum skjólstæðingum mínum nærgætni og virðingu og hjálpa þeim að öðlast betri heilsu á sínum forsendum. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég skammi þig eða geri lítið úr þinni upplifun. Ég geri mér grein fyrir fitufordómunum í samfélaginu og mínum eigin forréttindum. Ég mun ekki segja þér hvað þú átt að gera, heldur mun ég leiða þig að lausninni sem hentar þér. Við gerum þetta saman.


Ef þú vilt bæta samband þitt við mat og líkama þinn, líða betur og öðlast sátt þá geturðu sent mér póst á hallo@elisabetheidur.is eða pantað tíma hér fyrir neðan.




0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page