top of page
20220422151216.jpg

Í átt að heilbrigðu sambandi við mat og líkama 

Námskeið í tólf lotum sem hjálpar þér að öðlast heilbrigt samband við mat og líkama á einfaldan og öruggan hátt

Ímyndaðu þér útgáfuna af sjálfri/um/u þér þar sem þú nýtur þess að borða. Þar sem matur er fagnaðarefni og matseld er ánægjuleg.

Útgáfan sem eyðir ekki öllum tíma sínum í að stressa sig yfir því sem hún lætur ofan í sig eða hafa áhyggjur af því hvernig líkaminn hennar lítur út. Útgáfan sem neitar sér ekki um einhvern ákveðin mat og missir sig sjaldan (eða ekki) í hömlulausu áti.

Þessi útgáfa er til!

Hún notar tímann sinn sem áður fór í áhyggjur í það að hugsa vel um sig, njóta sín í leik og starfi og verja tíma með þeim sem hún elskar. Hún vinnur MEÐ líkama sínum en ekki Á MÓTI honum. 

Þú getur komist á þennan stað.
Þú átt alltaf skilið að líða vel með sjálfa/n/t þig.
Þú átt alltaf skilið að líða vel í líkama þínum. 

20220422133849-2_edited.jpg

Ég get hjálpað

Ég heiti Elísabet Heiður og ég er þyngdarhlutlaus, löggiltur næringarfræðingur og næringarinnsæisráðgjafi (e. Certified Intuitive Eating Counselor). Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að öðlast betra samband við mat, læra að elska líkama sinn og einbeita sér að því að finna hvað það er sem raunverulega skiptir það máli í lífinu.

Ég hef sjálf átt í óheilbrigðu sambandi við mat og var á tímabili föst í viðjum vissrar megrunarmenningar (e. diet culture) sem stundum er kölluð heilsumenningin (e. wellness culture). Þar snýst allt um að borða "rétt" til þess að heila og lækna öll heimsins vandamál. Ég hef prófað hitt og þetta mataræðið þar sem loforðið er fullkomin heilsa og hreinleiki en uppskorið vantraust á líkama minn og hræðslu við mat í staðin. Sem betur fer fann ég leið út úr þessu óheilbrigða sambandi við mat áður en verra fór, en mörg eru ekki jafn heppin og ég og þróa jafnvel með sér átröskun og/eða tapa heilsunni (andlegri og líkamlegri).

Ég vil hjálpa þér að losna úr viðjum megrunarmenningarnar og njóta þess að vera til. Njóta þess að borða það sem þér þykir gott og það sem þér líður vel af og síðast en ekki síst njóta þess frelsis sem hlýst af því að bæta samband þitt við mat og líkama þinn. 

Hver er þessi megrunarmenning??

Megrunarmenningin er menning sem hefur myndast í kringum þá trú að það að vera grannur sé betra en að vera feitur og að grannur líkami sé heilsuhraustur og fallegur en feitur líkami sé heilsulítill og óaðlaðandi!
 
Megrunarmenningin kemur í veg fyrir að við náum að njóta lífsins. Hún segir okkur að við þurfum ávalt að vera að passa okkur á mat. Að við eigum ekki skilið að borða nema við séum með eitthvað ákveðið líkamslag og að við þurfum að refsa okkur ef við förum "út af sporinu". 

Samfélagið er sýrt af megrunarmenningunni. Okkur er sagt að við þurfum stöðugt að vera að hugsa um þyngd og útlit. Að við eigum að mæla virði okkar við það sem við borðum og hvernig við lítum út.

Megrunnarmenningin segir að við séum að standa okkur vel í lífinu ef við lítum út, borðum og högum okkur á einhvern ákveðin hátt. Hún gerir ekki ráð fyrir fjölbreytileika fólks.

Megrunarmenningin er ekki bara þetta augljósa, heldur einnig öll þessi huldu skilaboð um að ákveðið mataræði setur þig á ákveðin stall í lífinu. Hún er visst stjórnunartól sem vill troða þér í "rétt" form. Með því að reyna að passa í þetta form sem þessi menning hefur sett okkur í erum við að missa af því sem raunverulega skiptir máli í lífinu - sönn heilsa, sætti, tilgangur, innileg sambönd ofl.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þig langar að:

  • Hætta í megrun/átaki í eitt skipti fyrir öll og einbeita þér að heilbrigðum lífsstíl. 

  • Njóta þess að borða og hætta að berjast við langanir þínar.

  • Þekkja, heiðra og treysta merkjum líkama þíns.

  • Upplifa frelsi í kringum mat.

  • Læra nýjar leiðir til þess að takast á við tilfinningar þínar.

  • Sættast við líkama þinn og jafnvel elska hann. 

  • Velja fæðu sem þér líður vel af.

  • Byrja að hreyfa þig fyrir vellíðan og hreysti.

  • Bæta lífsgæði þín + svo margt fleira.

Viltu taka skrefið?

Ertu tilbúin/nn/ið að sættast við mat og við líkama þinn og fara að lifa lífinu fyrir alvöru?
 

Vertu með og lærðu að hlusta á innsæi þitt í þessu 12 lotna námskeiði byggðu á næringarinnsæi!

Væntanlegt

Þú skráir þig á póstlistann og færð veglegan afslátt af námskeiðinu þegar það opnar.

20220422152818.jpg

"Ég er ótrúlega ánægð með þetta námskeið. Það hefur kennt mér margt nýtt en einnig sett gamla hluti sem ég vissi í nýtt ljós. Ég mun halda áfram að læra af þessu námskeiði fram á elliárin. Takk fyrir mig".

37 ára kvk

"Ég hafði áður kynnt mér næringarinnsæi sjálf og reynt að bæta samband mitt við líkamann en tókst aldrei að fara almennilega á dýptina. Á námskeiðinu lærði ég loksins að hugsa vel um mig. Ekki bara um líkamann heldur mig alla. Ég er ævinlega þakklát fyrir að fá þetta tól í hendurnar". 

30 ára kvk

Ertu tilbúin/n/ið að upplifa frelsi?
Frelsi í líkama þínum og frelsi í kringum mat?

Þetta námskeið er hannað til þess að hjálpa þér að komast í náið samband við líkama þinn og byrja að hugsa vel um þig.

Það hljómar eitthvað svo auðvelt að ætla að fara að hugsa betur um sig og hlusta bara á líkamann sinn en eins og þú kannski veist þá er það auðveldara að segja það en framkvæma. Þú veist líka eflaust hvað lætur þér líða vel en það er ekki alltaf hlaupið að því. 

Þú ert sérfræðingurinn í sjálfri/um/u þér en það þýðir ekki að þú þurfir ekki stundum hjálp. Í námskeiðinu notast ég við sömu aðferðir og ég nota í einkaráðgjöf minni en hér getur þú nálgast efnið í tölvunni þinni, þegar þér hentar og á mun lægra verði.

 

Vertu með og fáðu fjöldan allan af tólum í átt að heilbrigðu sambandi við mat og líkama. Þú færð m.a:

  • 12 lotur/kaflar sem þú getur tekið eins hratt eða hægt og hentar þér

  • Kennsluefni í formi fyrirlestra og verkefna

  • Niðurhalanlega vinnubók á pdf

  • Hugleiðslur til að komast í samband við innsæið þitt

  • Reglulegt fréttbréf þér til stuðnings

  • Mánaðarlegan on-line hitting þar sem ég svara öllum þeim spurningum sem kunna að vakna varðandi þetta ferðalag 

  • Samfélag fólks á sömu braut og þú 

  • Efnið er þitt það sem eftir er, auk þess allt nýtt efni í framtíðinni

20220422145434-Edit.jpg

viltu vera sú/sá sem nærir sig út frá innsæinu?

umsagnir um námskeiðið

39 ára kk

Ég hélt ég væri í ágætis standi þegar kom að mat og líkamsvitund. Ég er á mun betri stað í dag. Hlusta á hungurmerki og borða sjaldnar yfir mig.  

41 árs kvk

Ég hef lært að nota fleiri bjargráð en bara mat við erfiðum tilfinningum. Og einnig lært að sýna mér mildi þegar ég dett í gamlar venjur.

29 ára kvk

Mér líður eins og ég geti sigrað heiminn. Ég er ekki lengur að eyða allri minni orku í að hafa áhyggjur af mat. Þvílík gleði.

12 Lotur + fleiri tól sem hjálpa þér að öðlast heilbrigt samband við mat og líkama

Lota eitt

  • Lærðu hvernig það lítur út að eiga í heilbrigðu sambandi við mat og líkama

  • Lærðu um næringarinnsæi og hvað rannsóknir segja okkur um þessa nálgun

  • Skoðaðu söguna þína

  • Lærðu um megrunarmenninguna

  • Finndu hver gildi þín eru í lífinu

  • Ofl

Lota tvö

  • Lærðu um líkamsvirðingu og hvað felst í því hugtaki 

  • Byrjaðu að sýna þér virðingu og ást

  • Bættu líkamsímynd þína

  • Lærðu um heilsu óháð líkamsgerð og þyngdarhlutleysi

  • Finndu þína mælikvarða á árangur

  • Byrjaðu að æfa þakklæti

  • Ofl

Lota þrjú

  • Byrjaðu að sýna þér mildi

  • Lærðu um mátt hugsana þinna og hvernig þú breytir þeim

  • Hlúðu að andlegri líðan

  • Lærðu um mismunandi hugsanir og skoðaðu hvaðan þær koma

  • Ofl

Lota fjögur 

  • Lærðu um líkamsvitund og hvernig þú bætir hana

  • Skoðaðu stöðuna hjá þér hvernig hún er í dag

  • Byrjaðu á vegferð sjálfsþekkingar

  • Skoðaðu þínar þarfir

  • Ofl

Lota fimm

  • Lærðu að hlusta á hungurmerki þín

  • Finndu mismunandi gerðir hungurs

  • Lærðu um mikilvægi þess að svara þessari grunnþörf

  • Settu þér lítil markmið og búðu þér í haginn

  • Ofl

Lota sex

  • Lærðu að sættast við allan mat

  • Æfðu þig í að borða áður bannaðan mat án þess að missa stjórn

  • Lærðu um heilsumenninguna og hvernig þú þekkir hana

  • Fræðstu um hræðsluáróður og hvernig þú getur forðast hann 

  • Ofl 

Lota sjö

  • Leyfðu þér að njóta þess að borða

  • Finndu hvað það er sem gefur þér gleði

  • Finndu hvað það er sem þér þykir gott að borða

  • Lærðu hvað það er sem getur bætt matarupplifun þína

  • Ofl

Lota átta

  • Lærðu að þekkja og virða merki seddu

  • Skoðaðu ástæður þess að þú borðir meira en þú vilt

  • Finndu leiðir til þess að hægja á

  • Ofl

Lota níu

​​​

  • Lærðu að takast á við tilfinningar þínar í kringum mat

  • Finndu þér bjargráð

  • Komstu að því afhverju tilfinningalegt át er svo gagnrýnt í samfélagi okkar

  • Lærðu að matarfíkn er ekki það sem þú heldur

  • Ofl

Lota tíu

  • Fáðu innblástur til þess að byrja að hreyfa þig

  • Lærðu um kosti þess að hreyfa sig reglulega

  • Finndu leiðir til þess að halda hreyfingu í lífi þínu

  • Fræðstu um mikilvægi hvíldar

  • Æfðu þig í að aftengja hreyfingu við refsingu

  • Ofl

Lota ellefu

  • Fræðstu um hvað það er sem ræður heilsu okkar

  • Lærðu um næringu án megrunarhugarfarsins

  • Æfðu þig að setja saman næringarríkar máltíðir

  • Uppskriftir

  • Ofl

Lota tólf

  • Samantekt á fyrri lotum

  • Ráð fyrir framhaldið

  • Hvernig ferðastu um lífið þegar það eru ekki allir á sama stað og þú

  • Dýpkaðu fyrri lærdóm

  • Lærðu hvernig þú forðastu algeng mistök

  • Ofl

Það er fleira:

 

  • Einnig færðu aðgang að mánaðarlegum on-line hittingum þar sem ég svara öllum þeim spurningum og vangaveltum sem þú og aðrir í námskeiðinu kunna að hafa. Vettvangur þar sem við getum rætt um allt varðandi mataræði, líkamsímynd, innsæi ofl.

  • Þú færð aðgang að lokuðum hóp á innra svæði síðunnar þar sem þú getur sótt stuðning í samfélag fólks sem er að glíma við það sama og þú. 

  • Ég sendi þér einnig reglulegt fréttabréf með uppskriftum, fræðslu ofl. 

Algengar spurningar

Hvernig skrái ég mig? 

Þegar námskeiðið opnar, klikkar þú á einhvern af tökkunum -KAUPA- og greiðir fyrir námskeiðið. Þú getur valið hvort þú vilt greiða námskeiðið í heilu lagi eða skipta greiðslunum í þrennt. Að greiðslu lokinni færðu aðgang að öllu efninu og staðfestingarpóst með mikilvægum upplýsingum.

Hvenær byrjar námskeiðið? 

Þegar sala hefst getur þú byrjað námskeiðið þegar þér hentar. Það er engin sérstakur byrjunardagur. Þú tekur það á þínum tíma. Ég mæli með að taka námskeiðið á u.þ.b þremur mánuðum eða lengur.

Er hægt að fá afslátt af námskeiðinu?

Ef að þú tekur námskeiðið á 12 vikum ertu að greiða 1/3 af því verði sem það kostar að vinna með mér persónulega. Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. Ég býð þeim sem eru áskrifendur á póstlistanum mínum upp á afslátt. Ég gef einnig aðgang að námskeiðinu mínu nokkrum sinnum á ári. Fylgstu með í fréttabréfinu mínu.

Er hægt að skipta greiðslum á námskeiðinu? 

Já það er hægt að greiða það í þremur greiðslum sé þess óskað. Hafa ber í huga að það er aðeins dýrara en að greiða það allt í einu. 

Hentar þetta námskeið mér ef ég er með sjúkdóm eins og t.d sykursýki eða háþrýsting?

Já þetta ætti að henta flestum en með einhverjum undartekningum. Endilega sendu mér póst á hallo@elisabetheidur.is til þess að fá frekari upplýsingar. 

Hentar þetta námskeið mér ef ég er með sögu um átröskun?

Þetta hentar ekki þeim sem eru að glíma við virkan átröskunarsjúkdóm eða eru nýkomnir úr meðferð. Þetta námskeið hentar hins vegar vel fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sínum bata. Ég mæli samt alltaf með því að þú sendir mér póst á hallo@elisabetheidur.is og við finnum út úr því saman hvort námskeiðið henti þér persónulega. 

Hvað tekur langan tíma að fara í gegnum námskeiðið?

Námskeiðið er sett upp í 12 lotur. Það er hægt að vera eins stutt eða lengi eins og hentar þér en ég mæli með að þú takir að minnsta kosti 3 mánuði í að fara vel á dýptina í námskeiðinu. Þetta er ekki skyndilausn. 

Ertu með einhverjar fleiri spurningar? 

Endilega sendu mér póst á hallo@elisabetheidur.is og ég svara eins fljótt og auðið er. 

Skráðu þig á póstlistann og fáðu áminningu og afslátt þegar námskeiðið byrjar

Takk fyrir að vera með!

Póstlisti
bottom of page