top of page

Um mig

Ég og mín nálgun

Ég heiti Elísabet Heiður Jóhannesdóttir og er tveggja barna móðir, náttúruunnandi og mikill lífsstílspælari. Ég er með löggildingu til þess að starfa sem næringarfræðingur og einnig með ráðgjafaréttindi í næringarinnsæi (e. Intuitive Eating). Ég bý með fjölskyldu minni í Svíþjóð og starfa við næringarráðgjöf og fræðslu með heildrænum og sannreyndum aðferðum.​

Ég starfa eftir þyngdarhlutlausri nálgun sem þýðir að ég veiti gæða þjónustu við hæfi, burt séð frá líkamsgerð viðskiptavina minna. Ég mismuna ekki fólki eftir þyngd og reyni ekki að breyta líkamsgerð þeirra, heldur að bæta heilsu þeirra. Ég mæli árangur út frá vellíðan, hreysti, bættu mataræði, bættum blóðgildum o.s.frv. Ég set fólk ekki á tískukúr eða í megrun, heldur hjálpa því að finna sína leið að heilbrigði með vellíðan að leiðarljósi. Ég trúi að heilsa sé persónuleg vegferð og lífsstíllinn í heild skiptir meira máli en einhver skyndilausn. 

Elísabet Heiður næringarfræðingur og næringarinnsæisráðgjafi

Menntun-námskeið-réttindi

2023

Socialstyrelsen

Legitimation

Dietist

2023

ED for RDs

Námskeið

Eating Disorder Education for Registered Dietitians 1 year online training

2022

The Original Intuitive Eating pros - Helm Publishing

Réttindi

Næringarinnsæisráðgjafi (e. Certified Intuitive Eating Counselor)

2021

Embætti Landlæknis

Löggilding

Næringarfræðingur

2020

Háskóli Íslands

Master

Næringarfræði - með áherslu á klíník

2015

Háskóli Íslands

Bachelor

Næringarfræði

bottom of page