Elísabet Heiður
Næringarfræðingur og næringarinnsæisráðgjafi

Um mig
Ég heiti Elísabet Heiður og er löggiltur næringarfræðingur og næringarinnsæisráðgjafi. Starf mitt felst í því að hjálpa fólki að upplifa frelsi í kringum mat, bæta heilsuna og líða vel í líkama sínum. Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að hugsa vel um líkama og sál án öfga, með mildi og auðvitað vísindalegri þekkingu að vopni.
Ég get hjálpað
Ég býð upp á þyngdarhlutlausa nálgun á næringu og lífsstíl þar sem ég hjálpa þér að öðlast betri lífsgæði og bætta líðan.
Þjónustan mín hentar fyrir alla en sérstaklega þá sem glíma við óheilbrigt samband við mat, þyngdarsveiflur, megrunarsögu eða átröskunarhegðun. Ef þú ert í vafa um hvort að þjónustan mín henti þér, sendu mér póst á hallo@elisabetheidur.is og við finnum út úr þessu saman.
Hlakka til að vinna með þér!

Fyrir hvern?
Þjónusta mín er fyrir þig ef þú vilt læra að hlusta á líkama þinn, næra þig vel og borða fjölbreytt fæði sem þér líður vel af, komast nær sjálfsást og bæta lífsgæði þín.
Þjónustan er ekki fyrir þig ef þú vilt stíft matarprógramm, boð og bönn, hræðsluáróður eða fyrir og eftir myndir..
- En ertu ekki líka komin með nóg af því?!
